7.1.2021 | 07:41
Mótmæli á röngunni.
Við höfum áður orðið vitni að mótmælum við þinghús um allan heim. Þurfum ekki að leita langt. En að þau nái jafn langt gerist eiginlega aldrei.
Hinn stórfurðulegi fýr Donald Trump lagði greinilega blessun sína á för múgsins, alla leið á helgasta stað lýðræðis, ekki bara í USA heldur víðar. "Við elskum ykkur öll! " , segir kannski allt ( orð Trump í gærkvöldi).
Að á þessum stað (af öllum) yrði ekki tekið til varna er satt að segja lyginni líkast .
Hér snýr allt öfugt, það var engan veginn grasrótin (sem er oftast) sem kynti undir mótmælin, heldur forsetinn sjálfur.
![]() |
Ráðherrar ræða um að víkja Trump frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)