15.3.2020 | 12:04
Afleiðingar Covid.
Gylfi Zoega hagfræðingur sagði margt áhugavert í Silfrinu 15.mars.
Áhrif Covoid veirunnar skekja heimshagkerfið.
Hann sagði að hugsanlega yrðu áhrifin ákveðið raunveruleika "tékk ". Nefndi þar tvö þjóðlönd í því sambandi. Ítalíu og Bandaríkin, (jafnvel líka Grikkland og Spán). Þar væri uppsafnaður vandi sem kaldur raunveruleiki á afleiðingum gæti jafnvel hreinsað út! Yrði hugsanlega ákveðin núllstilling líkt og hér eftir hrun.
Afleiðingar í smáatriðum hér heima eiga að sjálfsögðu eftir að koma í ljós. En til að byrja með eru mun skárri efnahagslegar aðstæður að taka höggið heldur en 2008 t.d.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)