22.3.2015 | 17:16
Að flytja inn dýrtíð.
Þetta er einfaldlega hluti þess að gera Ísland byggilegt. Lægra orkuverð til almennings en víðast annarsstaðar. Að auki hrein orka.
Með sæstrengs-hugmyndum á óleynt og velljóst að stórhækka rafmagns og orkureikninga heimilanna. Sem er gjörsamlega óskiljanlegt. Ekkert heimili sleppur við slik útgjöld. Sem leiðir til einfaldrar niðurstöðu. Það skiptir minnstu máli hvað hlutirnir heita. Bensínverð, vaxtagjöld, matvælaverð, olíuverð, verð á þjonustu, ORKUVERÐ. Því lægri og hófstilltari verðlagning, því byggilegra.
Ég þekki orkuverð á lítilli íbúð í Berlín á mánuði sem dæmi. Orkuverð þar er okur-verð, miðað við á Íslandi.
Reynum því að halda og verja það sem við höfum, en ekki snúa á hvolf og búa til dýrtíð.
Í samanburði við tugmilljóna þjóðfélög hér í nálægum löndum er hér orku-örmarkaður hvað stærðir varðar. Þrátt fyrir allan orku belginginn á stundum. Það ruglar hinsvegar suma að hann er risastór á innanlandsvísu miðað við mannfjölda. Sem er annar hlutur. Orkan er líka eftirsótt og það getum við notfært okkur án þess að refsa almenningi, viljandi.
![]() |
Orkuverð lægst hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.3.2015 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)