16.10.2015 | 10:25
Allt er gengisfellt.Líka veikindi.
Íslendingar elska gengisfellingar.
Þegar fjölmiðlar tala um veikindi og "væntanleg veikindi" lögreglumanna er um leið gert lítið úr þeim sem glíma við veikindi.
Á þennan hátt er meining þessa orðs (gengis)- felld. Skróp í mótmælaskyni væri nær lagi
Svo verður peninga gengisfall eftir nokkra mánuði þannig að þetta er allt eftir bókinni. Höfum aldrei þolað góða daga án þess að fara yfir strikið.
Gengið er að verða of hátt skráð og víxlverkun kaupgjalds og verðlags framundan. Hagnaður t.d. sjávarútvegs fýkur út í buskann miðað við síðustu ár. Ergo minni hagnaður verður á öllum útflutningi, sama hvað hann heitir vegna hás gengis í bili.
Það hins vegar tekur því ekkert að skilja lögreglumenn og sjúkraliða eftir í taxtakjörum. Þessir hópar eru ekki blórabögglar í stóru myndinni, né raska þeir einir og sér nú röskuðu jafnvægi.
![]() |
Lögreglumenn tilkynntu veikindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)