Steinveggir Alþingis eru þykkir.

Það er rétt hjá nágrannasveitunga (núna) Elliða.  Ákefð og ógagnrýni Viðreisnar, Samfó og Pírata gagnvart O3 ætti að klingja bjöllum.

Jákvætt í alla staði að andrými næst til að taka stöðuna. Gallinn sá að þjóðfélagið hálf sefur  mærðarlega í sól og sumarfríum þessa dagana. 

Þrieykið (fyrrnefnda) hafði óbeint bent á að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti bara að "taka til" í baklandinu. Ég rétt vona að ráðherrar og stjórn x-d sé ekki sammála því.  Þar þarf þvert á móti að hlusta og ræða álitamál sem ristir dýpra en stjórnarþingmenn héldu  innan þykkra steinveggja Alþingis á snemmkomnu mildu vori. Á þá sótti óþol.    Málið snérist orðið um að "koma vitinu fyrir" andmælendur, eða "leiðrétta misskilning" .   Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. 

Viðmið andstöðu í stórum málum má ekki vera mannfjöldatal á Austurvelli eða rúða með brotnu eggi á Alþingishúsinu.

Mér þykir tillaga / hugmynd Haraldar alþingismanns Sjálfstæðisflokksins góð viðleitni til að hlusta á og viðurkenna þær gagnrýnis og efasemdararaddir sem margar eru studdar með góðum rökum.  (snýst um þjóðaratkvæði ef einhver aðili æskir lagningar sæstrengs).


mbl.is Tækifæri til að „leiðrétta kúrsinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband