Alvöru miðbær Selfoss.

Það komu margar greinar í héraðsblöðin fyrst eftir að hugmyndir um nýjan miðbæ
í hjarta Selfoss voru kynntar snemma í vor. Sitt sýndist hverjum og
flestar voru þær frekar á neikvæðu nótunum fannst mér.

Þarna voru djarfar áætlanir og sumum þótti full mikið háflug í útfærslum
og frumdrögum uppdrátta og teikninga.

Í mínum huga er eftirfarandi aðalatriði. Þegar komið er norðanmegin
yfir Ölfusárbrú í suðurátt blasir við stórt óbyggt svæði, staðsett
algjörleg í miðju og hjarta bæjarins. Bæði alvöru miðbæjarsvæði útfrá
deginum í dag og líka frá því þegar Selfoss byrjaði að byggjast upp og fyrstu
húsin risu. Við erum að tala um nokkur skref frá Tryggvaskála sjálfum.

Þetta er án nokkurs vafa algjörlega einstakt tækifæri á landsvísu fyrir
eitt bæjarfélag. Ekki síst vegna þess að þó Selfoss teljist ungur bær
þá eru nú samt liðin nokkuð á annað hundrað ár frá byggingu og vígslu
Ölfusárbrúar.

Ég átta mig ekki alveg á almannaróm þó sumir þessara greinastúfa í
héraðsblöðunum hafi verið frekar neikvæðir. Í sumum þeirra glitti í
bæja togstreitu í Árborg tengdri nýjustu gullkálfum Íslendinga. Sem þessa dagana
verða að teljast erlendir ferðamenn.

Sjálfur hafði ég sem nágranni og Sunnlendingur séð fyrir mér á þessum nú
óbyggða reit, hlýlegan miðbæjarkjarna með frekar lágreistri byggð og
húsum í íslenskum stíl. Svæði sem einnig héldi vel utan um þokkalega
fjölbreytt mannlif . Hvort sem það væri við uppákomur í bæjarfélaginu, á ósköp venulegum degi eða á mesta og ( nú) vaxandi túristatíma.

Ég segi ekki að teikningar og drög hafi verið eins og maður hugsaði. Sum hús komu greinilega inn “kópi peist” annarsstaðar frá. Með skringilega háum kjallar sem þó var á yfirborðinu. Á svona stað hlýtur að þurfa þægilegt aðgengi fyrir alla í góðri göngu hæð. Kannski hefði mátt vera samkeppni útfrá þessari hugmynd og þeim byggingar stíl sem í tillögunum sjást. Persónulega þætti mér ekki mishár flatþekju Funkis- húsastíll með risa gluggum og ómældri steinsteypu, hvorki hlýlegur né heillandi á þessu afmarkaða svæði. En þarna má líka hugsa sér sambland af nýjum og gömlum stíl, en byggingar í kjarnanum samt með áþekku sniði.
Þessum
málum svona skátengt má segja, minnist ég deilna í menntaskóla í borginni fyrir nokkru áratugum. Þá lenti maður sveitastrákur inní
heitum umræðum ungra Reykvíkinga um Bernhöftstorfuna og framtíð hennar.
Það skal fúslega viðurkennt að þar í Hamrahlíðinni forðum skipaði ég mér
í rangt lið. Enda sá ég fljótt að mér þegar endurbygging hófst. Allt fylltist strax lífi þó byggingar væru ekki "modern".

 

Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu, júlí 2015


Með of mikla fortíð.

Vandamál Bjartrar framtiðar eru Guðmundur (sem hefur átt viðdvöl í vel rúmlega helming flokkakerfisins) og Robert Marshall.    

 "Ferskleiki" nýs afls hefur fokið út í buskann þegar þeir á þingi rifast og skammast með glymjandi bjöllu aftan við hausamótin.  Aðallega í von um að rata i kvöldfréttirnar og halda að sú gamaldags stjórnarandstaða hifi upp fylgið.   Þveröfugt hefur gerst.

Þó eigi aldraðir séu flækist fortíðin bara fyrir þeim.


mbl.is Vill ekki formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strandir

 

Keyrðum í flaumi og stórfljóti ferðamanna á öllum farartækjum norður á bóginn á föstudegi fyrir tveim vikum. Í Staðarskála á karlaklósettinu átti maður eiginlega absúrd móment. Tvístígandi, bíðandi eftir no. 1 og 2, uppá endann þétt á meðal Kinverja, Araba, þeldökkra blökkumanna ( veit ekki hvort má segja blökkumaður í dag) og Þjóðverja, varð mér eiginlega ekki mál lengur og snéri aftur út. Hafði samt ekkert beinlínis með ferðamenn að gera. Snyrtingin var eflaust talin nógu stór þegar nýtt hús var byggt fyrir örfáum árum. En ekki lengur. Þessi alþjóðlega kallaflóra gekk heldur ekki nógu snyrtilega um svo það gerði nú útslagið. Að taka upp setuna áður en pissað er. Algjört grundvallaratriði.

Við fórum ekki áfram norður í iðu og straum umferðar. Beygðum til vinstri í vesturátt. Allt féll eiginlega í dúnalogn. Dóluðum okkur í sól og blíðu framhjá Borðeyri og áfram, mættum varla farartæki né túrista. Svona finnast enn "róleg" svæði.

Drangsnes er með minni sjávarþorpum landsins. Einn af þessum stöðum sem leynir a sér. Amerískur ferðamaður fullyrti við vertann er hann gerði upp fyrir brottför, að þar inni á látlausum veitingastaðnum hjá gistiheimilinu, hefði hann smakkað þann besta fisk (þorsk) sem hann hefði bragðað á æfi sinni. Við hittum þannig á að loksins var að hlýna sögðu heimamenn eftir kalt vor og sumar. Það væri dramb að segja okkur Sunnlendingana hafa komið með sumarið. En ef svo, var það velkomið. Eitt sérkennilegasta dæmið um hitastig á sumum landsvæðum þetta sumarið er að heitasti dagur ársins til þessa var í febrúar! Fór þá í 15 gráður. Man ekki hvar þetta var.

Gistum og sváfum vel á Drangsnesi, en staddur þar í heiminum er hreinlega ekki hægt að sleppa heimsókn að Djúpuvík.

Vegurinn um Strandir var fínn. Kom mér á óvart reyndar. Sléttur og mjúkur malarvegur ( betri en Hamarsvegur hér í sveit) en eðlilega aðeins bugðóttur og á stöku stað halli og krappar beygjur. Rekaviður í ómældu magni, en virtist nokkuð veðraður. Trúlega samt ekki í líkingu við á árum áður , (Sovét-tíma). Eftir beygju fyrir eitt nesið blasir allt í einu við Djúpavík og gamla verksmiðjan í fjarska. Merkilegt hvaða sumu fólki, frumlegu í hugsun, getur dottið í hug. Að festa kaup á þessu öllu, eyðistað i niðurníðslu hefur varla þótt gáfulegt. En eigendur hafa ekkert anað að neinu. Taka endurbyggingu í áföngum. Heillandi staður og súpan í hádeginu var fín. Mjög temmilegt rennerí af gestum. Hár foss ofan við húsin sem breiðir úr sér á niðurleið gefur umverfinu sérstakan svip.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband