Undur á RÚV.


Mikil tíðindi urðu í dag á Ríkisútvarpinu. Í fréttatíma um hádegisbil var vitnað í danskan hagfræðing Lars Kristiansen. Sá fullyrti að Evran væri mistök. Vandræði Grikkja mögnuðust að stærstum hluta vegna upptöku Evru og Evrusamstarfsins.

Látum efnahagslegar hörmungar Grikkja liggja milli hluta hér. Af þeim fáum við heldur betur fréttir.

En þessi frétt sem Fréttastofan sló upp, vakti athygli mína. Á þetta hefur verið bent nú í mörg ár af fjölda fólks. Fjölmiðlum, einstaklingum, sérfræðingum og samtökum. Semsé að Evran henti einna best Þjóðverjum , þ.e. langstærsta hagkerfinu. Fyrir aðra sem af einhverjum ástæðum lifa ekki í sama efnahagsveruleika getur læsing í þessum gjaldmiðli beinlínis verið skaðleg og hamlandi. T.d. valdið gífurlegu atvinnuleysi.

Aldrei hefur Fréttastofan tekið þessi sjónarmið til alvarlegrar umfjöllunar. Gerðist ekki fyrr en dæmið æpti á alla Evrópubúa. Hinir sem lofsyngja hafa fengið að eiga sviðið.

Þessi sami Lars benti einnig á hann sjálfur hefði aldrei mælt með því fyrir Íslendinga að taka upp Evru.

Sennilega fékk Lars "quote" um þetta umdeilda efni vegna þekktrar spár sinnar stuttu fyrir Hrun. - Að íslenskt efnahagskerfi stefndi þá á hengiflug vegna gífurlegrar skuldsetningar banka og fyrirtækja.


mbl.is Treysta ekki grísku ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofaná fleira

Þetta eru stórar tölur óneitanlega.

Í framhaldi af þessu rifjast upp árlegur aðildar - kostnaður sem var áætlaðir í tíð Össurar sem Utanríkisráðherra.   Heilir 15 milljarðar króna í það minnsta. 


mbl.is Hefði reynst Íslandi dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband