24.5.2025 | 21:06
Að vera grímulaust á móti lýðræði.
Útskýringar hjá þeim fylkingum og persónum sem fóru halloka hjá Sósíalistaflokkunum eru grátbroslegar.
Viljinn var greinilega til þess að allt gengi smurt og liðugt hjá núverandi og ráðandi i flokknum. Hér væri aðeins formsatriði til að hespa af.
Ég veit ekkert um þessar fylkingar og hef litinn áhuga.
En. Ansans ári sem þetta lýðræði getur nú verið dyntótt.
![]() |
Hallarbylting: Gunnari Smára bolað út, Sanna ósátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2025 | 00:34
Vantar bara betra bíó.
Ástæðan er einföld að mínu mati. Það vantar betri bíómyndir. Gæðamyndir með "meira kjöt á beinunum" .
Bransinn er breyttur. Sjónvarpið og efnisveitur hafa nánast tekið yfir. Þar eru stóru leikara nöfnin og öflugir framleiðendur í dag.
Að sumu leyti er það miður og synd, Auðvitað eru sjónvörp og skerpa heima í stofu margfalt betri en í gömlu túbusjónvörpunum.
En upplifun á spennu og stórmyndum í fullum bíósal, fær ekkert toppað.
![]() |
500 milljón færri miðar seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2025 | 11:33
Fyrst og fremst sorglegt.
Hver bendir á annan og enginn á neinn.
Ending nýrra bygginga á Íslandi (án fáránlega mikils viðhalds) er að verða á pari við endingu torfbæja fyrr á öldum. Hættið að gera grín að þeim.
Samt er ekkert til sparað í rándýrum byggingarefnum á okkar allsnægta tímum.
Allur samanburður er auðvitað hlægilegur - en samt ekki. Maður er orðlaus yfir fúski í hönnun og frágangi í dag.
Dapurlegur vitnisburður. Þetta er líka þannig að rónarnir koma óorði á vínið. Til eru enn
sem betur fer - örfá verktakafyrirtæki með flekklausn feril i nýbyggingum.
Morgunljóst að þetta þarf ekki að vera svona. Að setja almennileg þök (með halla) á húsin í upphafi væri góð byrjun.
![]() |
Skólahúsnæðið entist aðeins í 22 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)