Smá sanngirni skaðar ekki.

Frekjufólkið samt við sig.  
Afsakið mig, en hef ekki séð annað en að hópur fólks hafi unnið baki brotnu síðan fyrst gaus við bæjarhliðið í Grindavík. Öll vegna gífurlegra náttúruhamfara.
Verktakar, starfsmenn HS orku og fjöldamörg í viðbót af harðduglegu fólki. 

Kvöldfréttir Rúv voru mjög lýsandi ; ..."enn er kalt í húsum á Suðurnesjum" ... 

Stóra fréttin var ( hinsvegar) auðvitað ; ...tekist hefur að tengja lögnina frá Svartsengi að nýju eftir skemmdir af glóandi hrauni..." 

Semsagt nær væri að lýsa betur afreki suðumanna, gröfumanna, pípara, verkfræðinga og fleiri á fullu yfir nótt í bæði fimbulkulda ( einni af köldustu nóttum í áratugi á þessu svæði) og við hliðina ógnarheitu nýrunnu hrauni beint úr neðra. 

PS. Viðbót,; þvi miður hélt ekki lögnin undir hrauninu í 900 - 1000 gr hitanum.   En, það vefst eflaust ekki fyrir þeim að leggja yfir nýja hraunið.  Efast um að starfsmönnum verði kalt á tánum við verkið.


mbl.is Segir rikisstjórnina ekki hafa sofnað á verðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband