4.2.2021 | 14:18
Íslensk hönnun ?
Þetta mynstur er vægast sagt mjög líkt og á íslenskum ullarvettlingum (og lopapeysum). Liturinn er algjörlega á pari við þann mórauða á íslensku sauðfé. Sá litur er einmitt vinsæll i vettlinga hér gegnum aldirnar.
Hæpið að þetta sé tilviljun ein.
![]() |
Nú er hægt að kaupa Bernie-vettlingana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2021 | 20:04
Timi til kominn.
Óskiljanlegt að að spennubækur þessa vinsæla höfundar víða um heim, rati ekki á hvíta tjaldið eða skjáinn. 14 ár síðan sú eina Mýrin var gerð.
Í stað þess kalla íslenskir kvikmyndagerðarmenn alltaf í sömu handritshöfundana. Stundum vandræðalega misjafnar sögur sagðar. Þær fá hinsvegar sumar útbreiðslu því Ísland er enn í tísku. Nýnæmi að fá sakamálaþætti héðan.
Metsöluhöfundurinn hann Arnaldur á hinsvegar orðið sagnabrunn mikinn og fjöllin af spennusögum. Ég veit hinsvegar ekkert hvort hann eða aðrir hafa hug til fleiri spennumynda, eða þátta.
![]() |
Bók Arnaldar verður að kvikmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)