29.12.2015 | 20:12
Hvað skyldi teljast stórar fréttir á RUV?
Sérkennileg var röð kvöldfrétta hjá RÚV 28.desember 2015.
Óveður, eignatjón á Austurlandi. Á Egilsstöðum fuku m.a. járnplötur af húsum í heilu lagi og vatnstjón af þeim völdum. Leysingavatn flæddi inn í íbúðir víða á héraði og fjörðum. Dúandi vatnssósa umflotin parketgólf víða. Snjó og krapaflóð stórskemmdi íbúðar hús á öðrum stað. Á það var vart minnst og engar myndir af því í frettunum.
Merkilegra þótti á undan; a) pælingar og álit einhverra á eftirlaunum slökkviliðsmanna, b) vangaveltur um (kannski bloggara veit ekki) um helgidagafrí verslunarfólks,c) innanlandsmál (reyndar vatns flóð) á Bretlandseyjum!
PS. Skv. röð frétta. Snertir vatnsflóð á Bretlandi Íslendinga meir en sambærileg tjón á Egilsstöðum.?
Ég vil lofa lesendum að giska um röð kvöldfrétta hefði sambærilegt átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu.
En vonandi veldur óveðrið sem spáð er nú ekki skaða.
![]() |
Svona gengur óveðrið yfir landið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2015 | 21:55
Senda þetta fólk í jólafrí, samstundis.
Gleði, jákvæðni og bjartsýni.
Eitthvað á þessa leið útlistaði Edda Björgvinsdóttir leikkona lykilinn og leiðina að góðum vinnustað. Á RÚV er nýlokið þætti þar sem fjöldi brosandi fólks smitaði aðra inn í stofu. Var það þó á vinnustaðnum.
Augljóst að ekki var um að ræða vinnustaðinn Alþingi.
Ég hef ekki hugmynd hvort alþingismenn eru búnir að fá nóg. Almenningur er búinn að fá nóg. Þarna er eitthvað mikið að.
Mér er sléttsama hverjum er um að kenna.
Herra forseti. Sendu þetta fólk heim í jólafrí samstundis! Alla 63 talsins.
Látið á reyna hvort ekki rjátlast aðeins af fólkinu geðvonskan í fríinu.
![]() |
Gunnar Bragi frussaði í vandlætingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 17.12.2015 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2015 | 11:32
Skilgreina " nauðsynjalausu".
Ég heyrði í útvarpi áðan tilkynningu frá lögreglu. Þar var fólk í einu úthverfi Reykjavíkur hvatt til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu vegna slæmrar færðar.
Að öllu venjulegu er þar einungis um að ræða örfáar klukkustundir. Sjaldgæft að óveður atandi lengi samfellt.
Hugsanlega er þetta þannig;
Nauðsyn: Vinna (hjá flestum,sumum dugir vel tölva eða sími part úr degi), veikindi, slys.
Ónauðsynlegt í ófærð.: Ræktin, skólar (ef þeir segja svo) tómstundir.
Alls ekki tæmandi. Vinsamlegar ábendingar.
![]() |
Blindur og kaldur morgunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)