22.1.2008 | 11:10
Fischer.Endatafl.
Útför Bobby Fischer var alveg í stíl við æfi hans. Einfarinn jarðaður í kyrrþey. Hvílir í Laugardælakirkugarði í Flóahreppi. Fámenn útför.Endatafl sem rammaði inn og rímaði við þá æfi og götu sem hann sjálfur kaus að ganga.
Gott að fáránlegar vangaveltur varðand útför hans náðu ekki lengra. Þær hefðu ekki verið í hans anda, hvað þá að detta í hug grafreitur á Þingvöllum.
En vinir hans vildu honum eflaust vel. Og vinir hans eiga þakkir skildar. Sæmundur og frumkvæði hans var stórmannlegt.
Athugasemdir
Ég hélt nú bara að ég væri að villast á dögum og það væri kominn fyrsti apríl!!! Fischer jarðaður í Laugardælum og stjórnarskipti í Borg óttans..einu sinni enn....
Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:23
Svona getur raunveruleikinn stundum verið ótrúlegur og óvæntur.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.1.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.