Kristján skekur og stríðir.

Það er engin þjóðhagsleg nauðsyn að veiða stórhveli.   Það eru fráleitt mikil uppgrip að veiða hvali.   Það er minnkandi markaður fyrir vöruna. Eldri borgarar í Japan þekkja á sumum svæðum hvalkjöt og eru meðal fárra sem neyta þess.

AÐ ÞVÍ SÖGÐU. 

Afskiptasemi annara þjóða af þessum veiðum er á stundum frekleg og í raun illlíðandi. Ekki er veitt úr stofnum í útrýmingarhættu.  Um tegund þessa umdeilda hvals veit ég hinsvegar ekkert. En hrakspár um afleiðingar hvalveiða hafa engar ræst !

Hvalveiðar á Íslandi eru hinsvegar ekki atvinnugrein.  Þær eru stríðni og prinsipp Kristjáns Loftssonar.  Hann gerir þetta vegna þess hann hefur efni á því.

Og aftur að því sögðu. Ég myndi sakna súra hvalsins úr búðunum ef hann hyrfi.  Ferðamenn vilja margir ólmir smakka meyra hrefnu og fleiri tegundir, svo sjónarmið öfgafólks eru ekki ríkjandi þó þær séu háværar.


mbl.is Áhrif hvalveiða verði tekin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Ekki er mikið verið að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, það væri væri gott mál, en meirihlutinn, líklega nokkuð góður meirihluti vill að við veiðum hvali áfram.

Haukur Árnason, 17.7.2018 kl. 10:52

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Veit ekki hvort þetta er nógu stórt mál til þess Haukur. Þó ég sé ekkert á móti atkvæðagreiðslu per se. 

"Atvinnugrein" þar sem vinnutækin (skipin) eru nánast orðin mannsaldurs gömul er nokkuð einstök og stórhvalaveiðar meira áhugamál en nokkuð annað.

P.Valdimar Guðjónsson, 17.7.2018 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband