Loftslagið okkar

 

"Getur valdið gróðurhúsaloftegundum..." Þetta er orðin ein hryllilegasta setning í heimi. (jarðsprengjusvæði, ég veit það).
Óttaslegið fólk mætir í settið hjá Gísla Marteini til dæmis og blessuð börnin skrópa í skólanum.
En er þetta svona? Já hitt og þetta tengt jarðlífinu veldur þessu. Og vel að merkja.. Flest allt sem unga fólkið mótmælir og bendir á er rétt. T.d. linnulaust flug og mengunar bensín puðr í allar áttir, lengst út í buskann, er ekki til bóta. Plastmengun og hvað veit ég. Krónískur sóðaskapur víða. Allt þetta og fleira mætti minnka.

EN. Samkvæmt Brian Cox hinum frábæra vísindamanni og sjónvarpsfræðara. (einnig annara vísindamanna, hann er nú með þætti á RÚV) -  Þá væri meðal hitastig um allan hnöttinn uppá -18 gráðu frost, ef gróðurhúsaloftegunda nyti ekki við ! Kaldhæðnin er sú m.ö.o að þetta fyrirbæri ásamt öðru, er undirstaða lífs á jörðinni.

Hækkandi hitastig á jörðinni þessa áratugina. Ekki deili ég við neinn um það. En vitið þið hvað væri verra? Jú, snarlækkandi hitastig og frost. Þannig af tvennu illu þá vel ég hækkun. Hvað þá búandi á Íslandi.

Ég hef einnig mína prívat kenningu í öllum óttanum og vonleysinu. Hækkandi hitastig gæti jafnvel orðið kostur í stórum náttúruhamförum, til dæmis eldgosum. Góður félagi minn sem er jarðfræðingur keypti þetta nú ekki um leið hjá mér. En andmælti ekki alveg :-)
En stórgos á kuldaskeiði geta verið skelfileg. Það sannaðist í Skaftáreldum. Það var á all svölu tímabili hér. Uppskerubrestur varð í Evrópu vegna móðunnar og jafnvel er gosið talið hafa haft áhrif á hrísgrjónauppskeru í Japan fyrst á eftir . Fyrir utan síðan allskyns afleiðingar t.d. frönsku byltinguna sem kom í kjölfarið. (sem var nú ekki alslæmt).

Ef til þessa kæmi (kólnun), í kjölfar stórra eldgosa eða sambærilegs - þá yrði meiri lágmörkun skaða að hlýrra væri en nú. Sem stefnir í , er manni sagt.

Nei ég hef meiri áhyggjur af kjarnorkunni og þau viðbjóðslegu stríðstól sem henni fylgja. En enginn nýtur lífsins í stöðugu vonleysi. Miklu betra að temja sér þakklæti fyrir gæðin sem við höfum.


Bloggfærslur 30. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband