Hannes Þór og heildin.

Ég vona mest að Hannes Þór Halldórsson markvörður sé heill og geti beitt sér að fullu.

Tölfræðin er nokkuð einföld. Íslenska liðinu vegnar ekki nógu vel ef hann vantar. Úrslit leikja segja það, en hefur reyndar verið mest í æfinga og vináttuleikjum.   Þá er skaðinn minni. Sem betur fer.

Hannes er endahlekkur í sterkri keðju og liðsheild sem landsliðið er.  Virðist öflugur karakter.  Honum er fullkomlega treyst.

Þetta er ekki fullyrt varamönnum til hnjóðs.  En fullt traust varnarmanna til markvarðar (og öfugt) er gífurlega mikilvægt.   

Við sjáum þetta ef gerast óþörf eða slysaleg mistök í markvörslu. Oft  getur á eftir orðið stutt í feila hjá varnarmönnum. Sérstaklega ef óöryggi með endastöðina kemur upp.


mbl.is Ekkert lið eins og Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband