Hjátrúarfullur einhver?

Virðist samkvæmt fréttum af búningamálum að hjátrú íþróttamanna, þjálfarateymis og stjórnanda í knattspyrnu sé á undanhaldi.

Nýr búningur liðsins fyrir EM var umdeildur eftir frumsýningu.   Þótti sumum hann skrýtinn, því vissulega var hann ólikur öðrum.   Strákarnir okkar kunnu aftur á móti strax að meta og fáheyrð úrslit og árangur var staðreynd hjá þeim íklæddir spánýjum treyjum.

Hví í ósköpunum þarf að breyta ?  Er það skylda?  Spyr sá sem ekki veit.

Allir Íslendingar kunnu að sjálfsögðu strax að meta nýjan búning og útlit drengjanna þegar sigrum var landað og óþekktum árangri smáþjóðar var náð.

Er ekki líklegra en hitt að strákarnir myndu strax komast í hárrétan keppnis- ham, klæddir heimagallanum árangursríka?


mbl.is Íslenska landsliðið í doppóttu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband