Sigurður Pálsson á Baugsstöðum.

Var í gær á skemmtilegri og fróðlegri bíósýningu. Heimildarmynd Gunnar Sigurgeirssonar um Sigurð Pálsson bónda og vitavörð með meiru á Baugsstöðum er stórvirki á sunnlenska vísu. Hægt er að mæla með henni á alla kanta. Gestir þurftu frá að hverfa vegna fjölda, en nú hefur verið fjölgað sýningum á biohhusid.is , Selfossi.

Hún er ekki einungis um Sigurð heldur einnig visku samantekt um mannlíf og atvinnulíf hér við ströndina og í Flóanum aftur í síðustu öld og enn lengra. Einnig er fléttað fagmannlega inn í efnið myndefni bæði kvikt og stillt sem kemur víða að. Kvikmyndaefni er m.a. frá Búnaðarsambandi Suðurlands, umf. Samhygð, Gísla Bjarnasyni Selfossi og úr safni RÚV, svo eitthvað sé nefnt. Er þar fjölbreyttur fróðleikur úr héraði.

Ekki er mér örgrannt um að fleiri en kunnugir hafi ánægju af kímni, visku og fasi Sigga á Baugsstöðum sem skilar sér alla leið og vel það. Ekki eru heldur aukvisar sem Gunnar hefur fengið með sér í frágang verksins. Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld, margverðlaunaður snillingur og Steindór Andersen þulur myndarinnar skilar hverju orði af sinni hljómfegurð. image


Bloggfærslur 4. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband