Æðruleysi.

Svona æðruleysi gagnvart óbætanlegri sorg - líkt og kemur fram í þessu viðtali; er stöku fólki gefið.  

Þessi orð Rúnars föður fjallagarpsins Kristins, minna mig á orð Ingimars Eydal tónlistarmanns í viðtali. Ólíkar aðstæður, en sameiginlegt samt, mannleg reisn í báðum tilvikum við að umbera djúpan harm.

Viðtalið við Ingimar var tekið stuttu fyrir andlát hans.  Hann var þá orðinn helsjúkur af krabbameini langt fyrir aldur fram. 

Fréttamaður spurði eitthvað á þá leið hvort hann hugsaði ekki um af hverju hann þyrfti að lenda í þessu.

"Nei, það þýðir ekkert.  Þá ert þú þar með að hugsa;  Jón í næsta húsi á miklu frekar að fá þetta heldur en ég! "


mbl.is „Fjallið á það sem fjallið tekur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband