Hallmundarhraun.

Lærði smávegis jarðfræði í skóla og á ferðum pælir maður stundum í mótun lands.

Landslag á Íslandi er fjölbreytt. Sannarlega satt og þetta nefna erlendir ferðamenn gjarnan sem sérstöðu landsins. Eitt er þó all líkt, nokkuð víða hér á Fróni. Dalir í mismunandi útfærslum. Stundum búsældarlegir, bæir á frjósömu og þurru undirlendi eða bæjarstæði aðeins uppi í grösugum hlíðum beggja vegna. Oftar en ekki bugðast ár og lækir fram dalina í ýmsum stærðum.


Þegar ekið er inn Stafholtstungnaveg í Borgarfirði ert þú í svona nokkuð dæmigerðum íslenskum dal og landslagi. En allt í einu tekur maður eftir að dalurinn hálf „fyllist“ (hálfur eða 1/3) ,af hrauni. Er í dag kallað Hallmundarhraun. Þarna var líklega blómleg sveit á 10. öld er tók að gjósa úr gíg við Langjökul. Talið er að nokkrir bæir hafi farið í eyði. Ekki linnti þar látum fyrr en fram höfðu runnið 52 km nokkuð slétts helluhrauns. Alls 200km2 og flatarmáli og breiddin í dalnum mest 7 km. Norðlingafljót hraktist úr farvegi sínum, en alltaf finnur vatnið leið og þá urðu til hinir mögnuðu Hraunfossar sem spýtast gegnum hraunið móts við bæinn Gilsbakka. Hafði satt að segja ekki pælt í hvaðan það kom.

Þess má geta að hinn þekkti hellir Víðgelmir er á þessum slóðum. Svanur nágranni hér í Brandshúsum 6 smíðaði þar óralanga göngupalla fyrir stuttu sem túristar þramma nú á, ótt og títt.. 
Rakstimage á fróðlega grein Árna Hjartarsonar jarðfræðings í tímaritinu Náttúrufræðingnum frá 2014 um Hallmundarhraun. Sótti þangað fróðleik, sem og víðar. 

Með greininni er mynd af Árna með þessum bráðskýra Hraunkarli. Báðir í djúpum pælingum.


Bloggfærslur 15. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband