Næst, jarðýtur á staðinn.

Þetta slys er hryllilegur  harmur fyrir fjölskyldurnar og aðstandendur. Hugurinn er einnig hjá íslensku björgunarfólki í erfiðum störfum.

En í guðanna bænum leggið þessa brú af.  Hún er óþörf við núverandi aðstæður.  Allt er breytt þarna síðan 1974. Hún stendur líkt og minnisvarði á þurru.

Verkið til betri vegar er einfalt.  Jarðýtur á staðinn og ýtið upp nýjum vegi.   Efnið er allt á staðnum.  Og heldur betur nóg af því.   Vegurinn þarf ekkert að fara úr leið.  Gæti legið í ákveðinni fjarlægð meðfram brúnni. Hún gæti staðið áfram ef ske kynni. 

Þar sem enn rennur gæti hugsanlega verið ódýrasta lausn, röð af stórum ræsum hlið, við hlið. 


mbl.is Brúin „langt frá því“ ásættanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dramatík og herhvöt.

Það stendur voða mikið til hjá Eflingu og VR.  Kannski fylgja fleiri með.

Hvað er svona mikið meira ægilegt (miðað við lýsingarnar) nú í stéttabaráttunni, á þessum tímapunkti miðað við oft áður?

Við því hef ég ekki séð svör. Með fullri virðingu fyrir áliti hinna lægst launuðu á kjörum sinum.  Þau má á öllum tímum bæta og hlutverk fulltrúa verkalýðs að vera á tánum, ávallt fyrir þá sem veita þeim umboð.

En líkt og menn fundu upp metrakerfið og margföldunartöfluna, fundu menn víst líka viðmið til að mæla kaupmátt og kjör almennings. Niðurstöður þeirra reikninga eru íslenskum launþegum víst býsna bærileg samkvæmt alþjóða viðmiðum, þessi misserin allavega.

Niðurstaðan, þetta eru bara venjulegir kjarasamningar líkt og oft áður.  Ég man aldrei eftir áður að gert sé stórmál um hvenær og hvort deilan endi á borði ríkissáttasemjara.  Er það ekki lang algengast?

Aðal mál þessara kjarasmninga ættu að vera húsnæðismál yngra fólks og lægstlaunuðu. Þar þarf stórátak frá a til ö. 

Vonandi beinist óþol hinna vígaglöðu í réttan farveg.  Þau tvö virðast mér núa saman höndum í eftirvæntingu eftir stríðsátökum á vinnumarkaði. 

 

 


mbl.is Efling dregur umboðið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Pálsson á Baugsstöðum.

Var í gær á skemmtilegri og fróðlegri bíósýningu. Heimildarmynd Gunnar Sigurgeirssonar um Sigurð Pálsson bónda og vitavörð með meiru á Baugsstöðum er stórvirki á sunnlenska vísu. Hægt er að mæla með henni á alla kanta. Gestir þurftu frá að hverfa vegna fjölda, en nú hefur verið fjölgað sýningum á biohhusid.is , Selfossi.

Hún er ekki einungis um Sigurð heldur einnig visku samantekt um mannlíf og atvinnulíf hér við ströndina og í Flóanum aftur í síðustu öld og enn lengra. Einnig er fléttað fagmannlega inn í efnið myndefni bæði kvikt og stillt sem kemur víða að. Kvikmyndaefni er m.a. frá Búnaðarsambandi Suðurlands, umf. Samhygð, Gísla Bjarnasyni Selfossi og úr safni RÚV, svo eitthvað sé nefnt. Er þar fjölbreyttur fróðleikur úr héraði.

Ekki er mér örgrannt um að fleiri en kunnugir hafi ánægju af kímni, visku og fasi Sigga á Baugsstöðum sem skilar sér alla leið og vel það. Ekki eru heldur aukvisar sem Gunnar hefur fengið með sér í frágang verksins. Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld, margverðlaunaður snillingur og Steindór Andersen þulur myndarinnar skilar hverju orði af sinni hljómfegurð. image


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband