Pósturinn

Kom við á Póstinum Selfossi í dag sem ekki er í frásögur færandi per se.
Tvennt er morgunljóst. Blankheit og rekstrarvandi Póstsins er (eins og Jón Baldvin mundi orða það) í 1. lagi ekki vegna aukinnar þjónustu um landið. Hún er stórskert.
Í 2. lagi pósthúsið var troðfullt og biðröð útá gangstétt.Þó langt í þorláksmessu. Semsagt nóg að gera.

Skyldi þó ekki vera (toppa) stjórnunarvandi. 


Stórhækkað orkuverð dugir mér.

Það er viðurkennt að innleiðing orkupakkans og/eða (óhjákvæmilegir blautir draumar gróðafíkla) tenging til Evrópu - muni stórhækka orkuverð til almennings.  

Sú óhjákvæmilega staðreynd ein og sér, dugir mér til að sjá hversu mikil fjarstæða er fyrir okkur að tengjast inn á þennan markað, beint eða óbeint.

Ég þekki íbúðareiganda í Berlín og samanburðurinn á rafmagnsreikningnum þar og sambærilegri íbúð á Reykjavíkursvæðinu (hiti og rafmagn) er sláandi.  Er satt að segja munur uppá mörg hundruð prósenta, en á þetta minnist enginn.  Vel að merkja er þessi munur Íslandi í hag.

Við búum við okurvaxta bankakerfi. Ekkert gengur að breyta því. Sama hvernig árar hjá almenningi eða ríkissjóði.  Álagning verslunar er of oft á fáránlegum skala.

Viljum við virkilega fórna því sem við þó höfum - framyfir flestar aðrar þjóðir?  Ódýra orku til almennings og betri lífskjör sem því nemur? 

Orkukreppa Evrópu kemur okkur ekki við. Það er líka ranghugmynd að við höfum stóru að miðla.  Þrátt fyrir gnægð orku fyrir okkur, þá er hun krækiber inn í stórmarkað milljónaþjóða.    Nema virkja hverja sprænu og vindmyllu á hvern hól.   Afsaplega mismikil stemning fyrir slíku, svo ekki sé nú meira sagt.


mbl.is Harma rangar upplýsingar um áhrif orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðruleysi.

Svona æðruleysi gagnvart óbætanlegri sorg - líkt og kemur fram í þessu viðtali; er stöku fólki gefið.  

Þessi orð Rúnars föður fjallagarpsins Kristins, minna mig á orð Ingimars Eydal tónlistarmanns í viðtali. Ólíkar aðstæður, en sameiginlegt samt, mannleg reisn í báðum tilvikum við að umbera djúpan harm.

Viðtalið við Ingimar var tekið stuttu fyrir andlát hans.  Hann var þá orðinn helsjúkur af krabbameini langt fyrir aldur fram. 

Fréttamaður spurði eitthvað á þá leið hvort hann hugsaði ekki um af hverju hann þyrfti að lenda í þessu.

"Nei, það þýðir ekkert.  Þá ert þú þar með að hugsa;  Jón í næsta húsi á miklu frekar að fá þetta heldur en ég! "


mbl.is „Fjallið á það sem fjallið tekur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband