Hallmundarhraun.

Lærði smávegis jarðfræði í skóla og á ferðum pælir maður stundum í mótun lands.

Landslag á Íslandi er fjölbreytt. Sannarlega satt og þetta nefna erlendir ferðamenn gjarnan sem sérstöðu landsins. Eitt er þó all líkt, nokkuð víða hér á Fróni. Dalir í mismunandi útfærslum. Stundum búsældarlegir, bæir á frjósömu og þurru undirlendi eða bæjarstæði aðeins uppi í grösugum hlíðum beggja vegna. Oftar en ekki bugðast ár og lækir fram dalina í ýmsum stærðum.


Þegar ekið er inn Stafholtstungnaveg í Borgarfirði ert þú í svona nokkuð dæmigerðum íslenskum dal og landslagi. En allt í einu tekur maður eftir að dalurinn hálf „fyllist“ (hálfur eða 1/3) ,af hrauni. Er í dag kallað Hallmundarhraun. Þarna var líklega blómleg sveit á 10. öld er tók að gjósa úr gíg við Langjökul. Talið er að nokkrir bæir hafi farið í eyði. Ekki linnti þar látum fyrr en fram höfðu runnið 52 km nokkuð slétts helluhrauns. Alls 200km2 og flatarmáli og breiddin í dalnum mest 7 km. Norðlingafljót hraktist úr farvegi sínum, en alltaf finnur vatnið leið og þá urðu til hinir mögnuðu Hraunfossar sem spýtast gegnum hraunið móts við bæinn Gilsbakka. Hafði satt að segja ekki pælt í hvaðan það kom.

Þess má geta að hinn þekkti hellir Víðgelmir er á þessum slóðum. Svanur nágranni hér í Brandshúsum 6 smíðaði þar óralanga göngupalla fyrir stuttu sem túristar þramma nú á, ótt og títt.. 
Rakstimage á fróðlega grein Árna Hjartarsonar jarðfræðings í tímaritinu Náttúrufræðingnum frá 2014 um Hallmundarhraun. Sótti þangað fróðleik, sem og víðar. 

Með greininni er mynd af Árna með þessum bráðskýra Hraunkarli. Báðir í djúpum pælingum.


Hrun í baksýnisspegli.

Eftir ca 77 Silfurs þætti gegnum árin, má á einfaldan hátt kynna sér aðdraganda og afleiðingar Icesave í fáum orðum.

Í fyrrnefndum þætti Egils Helgasonar hefur umfjöllun frá upphafi verið að mestu einhliða. Langflestir vita hvaða hlið það er. Sorglega lítil skoðanavíðsýni og ó-vítt val ólíkra viðmælanda og viðhorfa í þeim þætti. Er svo enn í dag, því miður.

Varð hugsað til þessa þegar ég klikkaði fjarstýringunni á Sjónvarpsstöðina Hringbraut fyrir rælni.
Þar sátu tveir forsvarsmenn InDefence hópsins, Ólafur Elíasson og Ragnar F. Ólafsson. Þeir útskýrðu margt þessu tengt (Icesave) á einföldu mannamáli.

Hvaða skoðanir sem menn annars hafa á því margtuggða máli er morgunljóst að vinna og röksemdir - mannfræðinga, tónlistarkennara, sálfræðinga,verkfræðinga, kennara,stærðfræðina, hagfræðinga og fleiri... - höfðu mikil áhrif á ákvarðanir Ólafs Ragnars Grímssonar.

Athyglisvert t.d. að ESB dróg lærdóma af niðurstöðu og ástæðum útkomu Icesave. Breyttu löggjöf og juku til muna ábyrgð eigenda fjármálastofnana.

Fróðlegt viðtal byggt á rökum og vinnu við þekkingarleit.


Einn stór kostur.

Þeir borga sem nota. Ekki fiskverkakonan á Grenivik ( t.d) fyrir vegi á suður og vestur landi.

Dæmin? Jú má nefna Hvalfjarðargöng t.d.

Ekki aðdáandi gjaldtöku, en peningar koma seint af himnum ofan.

Stór kostur er að ferðamenn verða að sjálfsögðu rukkaðir.  Nema túristabólan springi, munar um allan þann fjölda.


mbl.is Skorar á andstæðinga veggjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara spyrja.

Væri ekki einfaldast fyrir blaða og fréttamenn á þessum tímapunkti - að spyrja fyrrum bankastjóra og eigendur Kaupþings í hvað peningarnir fóru?

 

Ef þeir neita að svara þá telst það pínu grunsamlegt.  

Hugsanlega eru þeir að skrifa vandað svar með almannatenglum og alles.   Hvað veit ég svosem.


mbl.is Spyr hvert varaforðinn fór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumkvæði Færeyinga.

Nágrannaþjóð okkar á hér ýmis ítök og frumkvæði. Varð hugsað til vina okkar og frænda Færeyinga á Sandskeiðinu. Mætti þar fiskflutningabílum, bílaflutningabílum og allskyns flutningabílum.
1.). Flest trúlega tengt færeysku ferjunni Mykines sem siglir vikulega í Þorlákshöfn og styttir siglinguna til meginlands evrópu um 8 klst.(x2) miðað við Reykjavík. Hefur algjörlega slegið í gegn á rúmu ári. Bæði í inn og útflutningi. Sennilega kom hrepparígur höfuðborgarsvæðis í veg fyrir þetta borðleggjandi tækifæri íslenskra skipafélaga.


2). Færeyingur átti hugmynd að og stofnaði verslunarkeðjuna Rúmfatalagerinn á sínum tíma. Hún lifir enn eftir fjölda ára með mörg útibú.


3). Smyril-line til Seyðisfjarðar. Ekki aldeilis ný bóla þar hjá Færeyingunum og siglt þangað nú sem aldrei fyrr, eftir marga áratugi.


Þeir samt hvorki mikla sig af þessu né stæra. Þó þeir gætu.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband