Hvaða heimild höfðu ráðherra og borgarstjóri?

Hvaða umboð ráðherrafrú menntamála og borgarstýra höfðu til að halda þessum ósköpum áfram fæ ég ekki skilið.  Það er allt í uppnámi varðandi þessa framkvæmd miðað við eldra umhverfi og upphaflegar áætlanir.

Auðvitað er þetta góð atvinnubótavinna í kreppunni. Skiljanlegt að því leyti. En þarna er staðreynd glórulaus kostnaður sem án efa fer langt yfir áætlanir að líkindum.  Fyrir utan að þetta skilar engan vegin nægilega miklu til baka í núverandi ástandi. Atvinna til frambúðar fyrir kannski einn til tvo húsverði kringum tónlistina er of dýru verði keypt.  Margt þarfara að gera við skattfé blanks almennings nú næstu árin.

Of seint að hætta við allt núna. Flest stærri hús þjóðarinnar í fortíðinni áttu sér samt langan byggingartíma. Það er ekkert til að skammast sín fyrir hjá fámennri þjóð.  Alveg sama sagan núna sérílagi þegar engir peningar eru til.


mbl.is Glundroði í málum tónlistarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband