Enn pínu bitur kallgreyið.

Það háir enn greiningum Össurar,  að vel má greina í gegn biturð eftir útreið Samfylkingarinnar síðustu tvær alþingiskosningar.  Er nema von hann dáist að Loga Akureyringi og formanni.    Hefði hann ekki boðið fram krafta sína væri Samfylkingin með öllu horfin af yfirborði jarðar og geymd ofan í skúffu.    Atkvæðin hans fyrir norðan björguðu að uppbótar þingmenn rétt skriðu inn fyrir þröskuldinn á Austurvelli.   Eins fáir og þeir mögulega verða.

Katrín og Bjarni eru myndugir formenn og lausir við meinhorn í síðum andstæðinga. Og of algenga rætni.   M.ö.o málefnaleg.

Hinsvegar, þegar kemur að fabúleringum Össurar þá held ég að aftursætisbílstjórar Katrinar ráði meiru en litla Samfó.   Þar eru gamlir eðal kommar eða allaballar sem rykkja í stýrið.  Kata virðist láta það yfir sig ganga, en einnig sú staðreynd hún treystir ekki öllum forsvarsmönnum í öllu smáflokkamýinu, þá og nú.


mbl.is Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Held að Össur ætti að halda sig við Þingvallaurriðann. Það er enn verið að hlæja að honum á göngum júróbírókratsins, fyrir snautlega framgöngu, orðagjálfur og innihaldslaust blaður og rugl. Hans tími kom og fór og sennilega fáir sem sakna hans.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.9.2017 kl. 02:08

2 Smámynd: Guðlaugur Guðmundsson

Ég er ekki sáttur við að íslenska þjóðin sé einhver ræfilsþjóð, eins og Össur orðar það.  Íslenska þjóðin stendur enn í lappirnar þrátt fyrir misvitra stjórnmálamenn á köflum.

Guðlaugur Guðmundsson, 21.9.2017 kl. 16:02

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Nei, þetta finnst manni ekki mjög ígrundað hjá Össuri og vart fær hann mörg prik nema frá þeim fáu sem eftir eru i Samfó.    Hvort hann er þá hættur í pólitíkinni (og getur þá sagt hvað sem er) veit eg ekki.

Reyndar eru kenningar um að tilgangurinn sé að æsa,stríða  og ögra VG, þeirri viðkvæmu hjörð. 

P.Valdimar Guðjónsson, 21.9.2017 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband