Ekki áhætta. Grín eða?

Niðurlag þessarar fréttar er afskaplega athyglisvert.  Semsé að bygging hótels sé af bönkunum ekki talin áhættufjárfesting.

Hérlendis hafa orðið raðgjaldþrot einmitt vegna hótelbygginga.   Auk þess mörg staðið tæpt rekstrarlega og staðið i endurfjármögnun og milljarða afskriftir hafa átt sér stað,þegar tekið er nokkuð árabil.

Vonandi gengur öllum ljómandi vel.   En þetta er bullandi áhætta auðvitað.  Fjölgun ferðamanna er heldur ekki náttúrulögmál.


mbl.is Hvað gerist ef bakslag kemur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bygging hótels er ekki áhættufjárfesting. Sé ekki hægt að reka bygginguna sem hótel þá er viðvarandi skortur á litlum íbúðum. Byggingin skilar því aftur til bankans sem í hana er lagt þó eitthvað félag hagnist ekki á hótelrekstrinum. Hérlendis hefur banki ekki tapað krónu sem lánuð hefur verið til hótelbygginga. Byggingin er ekki áhætta en reksturinn er það.

Jós.T. (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 18:26

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Hotel Örk. Hótel Saga. Hótel Selfoss. Nokkur nöfn af handahófi. Stórar tölur mislangt úr fortíðinni með hellings tapi, gjaldþrotum og kostnaði fyrir bankakerfið. Steinsteypan heldur ekkert alltaf verið áhættulaus.

En eftir gjaldþrot og nýja kennitölu getur þetta verið allt í sómanum með reksturinn. Samkeppnin getur þá aftur á móti verið erfið fyrir þá minna áhættusæknu sem standa í skilum og þurfa að borga allt sitt i og alla sína fjárfestingu í topp.

P.Valdimar Guðjónsson, 27.7.2014 kl. 00:35

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er ekkert öruggt að skortur á litlum íbúðum verði viðvarandi Jós.T. Er ekki hafin bygging á fullt af íbúðarblokkum? Síðan er verið að leigja út fullt af íbúðum til ferðamanna auk Hótelanna. Það verður að sjálfsögðu ekki þ0rf fyrir allt þetta húsnæði ef spár um fjölgun bregðast. Sem ég held því miður að gerist. Menn sem eru í startholunum með nýjar hótelbyggingar eiga hiklaust að stoppa og hugsa sinn gang.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.7.2014 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband