Vendipunktur.

Þessi hækkun kann að verða vendipunktur fyrir íslenskt efnahagslíf nú í bili, sem og víðar um heim.

Olíuframleiðsluþjóðir fagna eftir mögur ár.

En hér fer að líkindum verðbólga af stað.  Hvað þýðir það?   Jú lánin okkar hækka.  Hafið þið heyrt þetta áður?

Annað stórt getur spilað inn í, sem hefur lika afleiðingar fyrir efnahagslífið íslenska.  Ein af stærstu lykilástæðum aukins fjölda erlendra ferðamanna hingað eru lág flugfargjalda- tilboð hingað.     Og hvað gerir það mögulegt?  Jú, stórlækkað verð á þotueldsneyti.

Varðand þetta siðast-talda gæti það breyst.    Myndi trúlega slá hressilega á fjölda og aukningu síðustu ára.

Allt eru þetta vangaveltur, en offramboð olíuvara síðustu árin og lækkun olíuverðs hefur haft mikil áhrif til að flýta bata efnahagslifs hérlendis.     Sem og haldið á lífi efnahag margra evruríkja og lafandi, í annars samfelldri stöðnun síðustu árin.

Þetta gerist þó ekki strax, og fer annars eftir "samstöðu" olíuframleiðenda.


mbl.is Veruleg hækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband