Eftirá snillingar enn að.

Margar skrýtnar vendingar, spuni og dylgjur þessu tengdu í dag.  

Sem dæmi "fékk" Árni Páll Árnason viðtal í morgunsárið. Fékk hann að fabúlera um þann "glæp" Davíðs Oddssonar í samtali við Haarde,  að segja hann hafa efasemdir að féð fengist til baka.  

Einnig kom Sigrún Davíðsdóttir í Spegli RÚV með þann (glænýja) 8 ára gamla eftirá - spuna. Að neyðarlögin hefðu gert allt þetta allsendis óþarft. (að lána Kaupþingi).

 Stjórnmálamenn og fréttamenn með snefil af sanngirni eiga að vita betur.   

Ergo.    Þarna var um að ræða algjörlega fordæmalausar aðstæður. Og hvað skildi nú vera búið að sjódæla og ausa miklu fjármagni inn í bankakerfin í Evrópu og Ameríku síðustu 8 ár?

Seðlabankinn var beittur miklum þrýstingi að bjarga bönkunum.   Vonlaust að bjarga öllum en hugsanlega tilraunar virði að bjarga einum.     Lánið var veitt vegna þess að veðin í danska bankanum voru könnuð.  Voru talin til staðar á þeim tímapunkti ef illa færi.    Þau lækkuðu síðarí kjölfar alþjóðabankakreppu.     Hefðu nú Steingrímur og núverandi Seðlabankastjóri beðið aðeins lengur en til 2010 hefði fengist mun hærra verð og salan ekki verið það aðhlátursefni sem kunnugum þótti (33 milljarðar minnir mig)  hefði Kaupþingslánið fengist langt til borgað.  Verð bankans snarhækkaði.   En Árni Páll gat þessa ekki.

Sigrún Daviðsdóttir gaf sér að neyðarlögin hefðu verið eins augljós í stöðunni og kvöldmaturinn.   Svo var að sjálfsögðu ekki.   Þau (sú ákvörðun)  voru hinsvegar algjör forsenda þess að Íslendingum tókst að vinna sig úr fordæmalausum aðstæðum á alþjóðavísu.  Slikt er nú viðurkennt um allan heim.


mbl.is Plantað fyrir kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband